Magni - Fjölnir í 32-liða úrslitum

Dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í dag í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla. Lars Óli leikmaður liðsins fór fyrir hönd félagsins og dróg upp úr hattinum Pepsi-deildar lið Fjölnis. Þessi félög mættust einmitt á Grenivík fyrir ári síðan í 32-liða úrslitum! Fjölnir voru heppnir að sigra þann leik 2-1 en eftirminnlegt var þegar að við brenndum af víti í stöðunni 1-1. Magnamenn hafa því harma að hefna. Leikurinn fer fram í Boganum þriðjudaginn 1. maí kl. 17:00.


Athugasemdir