Magni - Fram

Magni - Fram á Grenivíkurvelli á laugardaginn kl. 14:00 í Inkasso-deildinni
 
RISASTÓR leikur á laugardaginn! Sigur er það eina sem kemur til greina. Magnamenn verða að sækja stigin þrjú um helgina ætli liðið sér ekki að leika í 2. deild að ári. Palli Gísla mætir með sína menn klára í orrustu gegn léttleikandi liði gestanna undir stjórn Portúgalans Pedro Hipólito. Það verður allt skilið eftir á vellinum og því von á hörku leik! Skyldumæting á þennan stórleik sem er jafnframt síðasti heimaleikur sumarsins.
 
Þetta verður í fyrsta skipti sem að lið Fram mætir á Grenivíkurvöll. Fram er eitt sögufrægasta félag hér á landi en þeir hafa orðið Íslandsmeistarar 18 sinnum.

Athugasemdir