Magni - Haukar

Magni - Haukar á Grenivíkurvelli á laugardaginn kl. 16:00 í Inkasso-deild karla!
 
Gríðarlega mikilvægur leikur í fallbaráttunni þar sem okkar menn verða einfaldlega að vinna ætli þeir sér ekki að missa liðin fyrir ofan sig of langt í burtu. Það hefur gengið erfiðlega hjá báðum liðum í síðustu leikjum að sækja stig og því stefnir allt í skemmtilegan leik. Magnamenn þurfa að finna markaskónna eftir naum töp í síðustu leikjum á meðan að leikir gestanna hafa einkennst af flóðgáttum á báða enda vallarins. Mætum á völlinn og hvetjum okkar lið!

Athugasemdir