Magni - HK

Magni - HK á Grenivíkurvelli á laugardaginn kl. 16:00 í Inkasso-deild karla!

Magnamenn fá sprækt lið HK í heimsókn á teppið á Grenivík. Heimamenn eru þyrstir í stig, völlurinn aldrei litið betur út og það stefnir allt í fjörugan leik. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið þar sem gestirnir mega ekki við það að misstíga sig í toppbaráttunni ætli þeir sér að spila í Pepsi-deildinni að ári. Gengi okkar manna hefur verið brösugt fyrri hluta tímabils en öruggt sæti er skammt undan. Mætum á völlinn og styðjum okkar menn.


Athugasemdir