Magni - ÍA

Magni - ÍA á Grenivíkurvelli á laugardaginn kl. 13:00 í Inkasso-deildinni
 
Magnamenn þurfa nauðsynlega á sigri að halda í fallbaráttunni! Topplið deildarinnar kemur í heimsókn á víkina og því verðugt verkefni framundan. ÍA er eitt sögufrægasta knattspyrnufélag hér á landi og hafa m.a. verið íslandsmeistarar átján sinnum. Verður þetta fyrsta viðureign þessara fornu félaga á Grenivíkurvelli og ætlum við að sjá til þess við verðum áfram ósigraðir gegn þeim á heimavelli að leik loknum. Mætum á völlinn og styðjum liðið okkar til sigurs!

Athugasemdir