Magni - Leiknir R.

Magni - Leiknir Reykjavík á Grenivíkurvelli á laugardaginn kl. 16:00 í Inkasso deild karla

Spennan er gríðarleg í fallbaráttunni! Sex lið berjast fyrir sæti sínu í deildinni að ári. Með sigri geta Magnamenn jafnað gestina að stigum og um leið lyft sér upp úr fallsæti. Grenivíkurvöllur hefur verið erfiður heim að sækja í sumar og við þurfum að sjá til þess að sú verði áfram raunin um helgina með ykkar stuðning!

Áfram Magni !!


Athugasemdir