Magni - Selfoss

Magni - Selfoss á Grenivíkurvelli á miðvikudaginn kl. 18:00 í Inkasso-deild karla

Þá er komið að sannkölluðum 6 stiga leik í botnbaráttunni!

Síðast þegar að þessi lið áttust við var það í úrhelli í fyrsta grasleik sumarsins á JÁVERK-vellinum. Heimamenn höfðu þá átt fleiri marktækifæri og komust verðskuldað yfir eftir rúman klukkustunda leik. Hafði rignt svo mikið á þá örfáu áhorfendur sem mættu að það var eins og hellt væri úr fötum, því kærkomið fyrir leikinn að fá mark. Þá tóku Magnamenn við sér og eftir margar þungar sóknir brast stíflan. Boltinn barst á Evrópu Sigga.. þá skal ekki spurt að leikslokum, lagði hann boltann í netið fjær og skyndilega var allur meðbyr með okkur. Færi eftir færi og inn vildi knötturinn ekki, fyrr en í blálokin.. þá var honum óvænt stungið inn fyrir vörnina okkar og skyndilega lág hann óvígur eftir í kolvitlausu marki! Magnamenn tómhentir heim. Loks er komið að því að hefna ófarir vorsins.

Sigri okkar menn á morgun komumst við upp fyrir Selfoss og úr botnsætinu og förum að anda ofan í hálsmálið á næstu liðum. Oft höfum við haft þörf fyrir stuðning ykkar en nú er hann nauðsyn!

 


Athugasemdir