Magni sigraði KF örugglega

Magnmenn unnu 5-0 sigur á KF í Mjólkurbikarnum í dag. Pétur Heiðar skoraði snemma leiks en hann vann alla skallabolta á miðjunni, yfirburðir Magnamanna miklir. Kristinn Rósbergs var síðan vel vakandi og tvöfaldaði forystuna þegar virtist vera búið að brjóta á Arnari Geir innan teigs. Baldvin Ólafs setti svo eitt og hálft mark áður en Kristján Atli kórónaði flottan leik liðsins í uppbótartíma. Greinilegt að okkar menn eru orðnir vel gíraðir fyrir átökin í sumar. Dregið verður á mánudag í 32-liða úrslit, þá koma Pepsi-deildar liðin inn og því verður spennandi að fylgjast með hvað kemur upp úr hattinum í höfuðstöðvum KSÍ.


Athugasemdir