Tilkynning frá Íþróttafélaginu Magna

ÍSÍ og UMFÍ hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu um að allt íþróttastarf falli tímabundið niður.

Þjálfarar hjá félaginu verða í sambandi við sína leikmenn/iðkendur í framhaldinu í meistaraflokki og yngri flokkum. Við verðum með fjar- og heimaæfingar næstu daga. Þjálfarar og forráðamenn vinna nú hörðum höndum að því að skipuleggja og setja upp starfið til þess að það geti orðið sem best hjá félaginu á meðan á samkomubanni stendur.

Miklar þakkir til allra foreldra/forráðamanna, iðkenda og annarra hjá félaginu fyrir að sýna jákvæðni og þolinmæði á þessum óvissutímum.

Heilbrigðisráðuneytið, í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið, gaf í dag út leiðbeinandi viðmið um hvernig beri að túlka takmörkun á samkomum og skólastarfi í tengslum við íþrótta- og æskulýðsstarf. Mælst er til þess að hlé verði gert á öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem felur í sér blöndun hópa, nálægð við aðra og snertingu þar til takmörkun skólastarfs lýkur.

Sóttvarnarlæknir sendi í kjölfarið frá sér áréttingu þar sem kemur fram að sameiginleg notkun á hvers konar búnaði til íþróttaiðkunar, boltum, dýnum, rimlum, handlóðum, skíðalyftum og margs fleiru án góðrar sótthreinsunar á milli notkunar einstaklinga sé mjög varasöm og ekki í anda fyrirmæla um sóttvarnir. Því er augljóst, að mati sóttvarnalæknis, að í flestum íþróttum er nánast ómögulegt að æfa eða keppa.
Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland og Ungmennafélag Íslands sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu sem má lesa hér.

Við hvetjum fólk áfram til að fylgjast með á eftirfarandi síðum:

https://www.covid.is

 www.landlaeknir.is

http://www.isi.is/

http://ksi.is

https://www.umfi.is/

 

Stjórn Íþróttafélagsins Magna


Athugasemdir