Heimaæfing - 2. nóvember

Við erum aftur komin í smá pásu frá hefðbundnum æfingum vegna Covid-19 en ég hef fulla trú á að þetta skipti eigi eftir að ganga hraðar yfir heldur enn í vor. Mig langar að reyna að brjóta heimaæfingarnar enn frekar upp að þessu sinni og vera meira í beinum samskiptum við krakkana með myndbandsfundum og fylgjast með þeim gera æfingar á víkinni. Það skiptir rosalega miklu máli að þau séu dugleg að hreyfa sig á þessum tímum og kann ég svo sannarlega að meta það að fá sendar myndir/myndbönd af þeim gera æfingarnar! :)

 

4-5. flokkur

Við höfum mikið verið að vinna með gabbhreyfingar síðustu vikur og þá sérstaklega ,,skærin'' og ætlum að halda áfram að reyna að ná betri stjórn á þeim. Munum eftir því að hafa í huga að taka öfgafullar hreyfingar/hliðar skref. Hér er æfingin. Fyrir þá sem eru lengra komnir er hér önnur æfing með nokkrum útgáfum.

 

6-7. flokkur

Flestir í þessum aldursflokki eru að byrja að ná grunnatriðunum í gabbhreyfingum. Við ætlum að æfa okkur í hliðarskrefum og í einföldum skærum og tvöföldum skærum.

 

8. flokkur

Boltasnákaspilið vakti mikla lukku í vor og hlakka ég til að heyra hvernig gengur hjá nýjustu iðkendunum okkar. Við þurfum bolta og tening til að spila! 

 


Athugasemdir